We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.
supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.
    Purchasable with gift card

      name your price

     

  • Full Digital Discography

    Get all 20 Raftonar releases available on Bandcamp and save 35%.

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality downloads of Hjallasögur, Samkomuhús, Black Spot, Hamraborg, Húsgögn, Dalir, Blokkir, Instances of Time, and 12 more. , and , .

    Purchasable with gift card

      $29.90 USD or more (35% OFF)

     

about

Tvíeykið Wham gaf út stuttskífu með laginu Last Christmas árið 1984 og kom hún út á Epic Records, sem er undirfyrirtæki Sony samsteypunnar. Lagið deildi a-hlið með minna þekktu lagi Everything She Wants. Höfundur lagsins var hinn rómantíski George Michael og fjallar texti lagsins um eymdarleg jól, þar sem gjafmildi söngvarans fór forgörðum. Ást hans til konu var ei endurgoldin og leitar hann nú að nýrri ástmey sem verðskuldar ást hans og mun virkilega meta hana. Lagið fékk strax frábærar móttökur og barðist um fyrsta sæti breska listans við ofurpoppteymið Frankie Goes to Hollywood, en þeir gáfu út hið ódauðlega kraftpoppslag Power of Love. Hnökrar komu fljótlega, þar sem upp komst líkindi milli annars vegar Last Christmas og Can’t Smile Without You með ballöðumeistaranum Barry Manilov. Samkomulag náðist utan dómstóla, þar sem “Stef-gjöld” fyrir fyrsta árið myndu renna óskorðuð til Band Aid góðgerðarstarfseminnar. Árið 1985 fékk Wham platínumplötu fyrir milljón seld eintök í Bretlandi, en árið 1999 fengu þeir svo gullplötu fyrir 250 þúsund eintök seld í Þýskalandi. Lagið fékk áhugaverða upplyftingu árið 1995 þegar danska söngkonan Whigfield gerði sína útgáfu af laginu. Lagið vakti ekki jafnmikla lukku og vonast var til og endaði einungis í 21. sæti breska smáskífulistans. Fjölmargir aðrir listamenn hmafa spreytt sig á laginu, þ.á.m. Ashley Tisdale, Ruxpin, Billie, Cascada, Erland Oye, Savage Garden, Coldplay, Atomic Kitten og Richard Poon. Sú útgáfa sem er líklegast mest óþolandi er þó án efa útgáfa Crazy Frog. Sú stuttskífa innihélt einnig lögin Nellie The Elephant og We Wish You a Merry Christmas, ásamt Klúbbamixi og útvarpsútgáfu af Last Christmas. Sú útgáfa náði sjötta sæti á Belgíska vinsældarlistanum, þó einungis Walloniumegin enda eru þeir sjaldnar taldnir vera smekksmenn á nokkurn skapaðan hlut.

Yoda Remote er, líkt og Wham, tvíeyki og er skipuð þeim Braga Marinósyni og Emil Svavarssyni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2008 og semur tónlist undir áhrifum 8-bita tölvuleikjatónlistar. Dansvænir eru þeir þó og hafa sýnt það á tónleikum víða um völl. Frumburður sveitarinnar Skywatchers EP kom út snemma á árinu 2010 og ári seinna skrifuðu þeir undir útgáfusamning við hið alíslenska útgáfufyrirtæki Möller Records.

credits

from Raft​ó​naj​ó​l - N​í​u J​ó​laleg Rafj​ó​lal​ö​g, released December 20, 2012
Tónlist eftir Braga Marinóson og Emil Svavarsson

license

all rights reserved

tags

about

Raftonar Reykjavik, Iceland

raftónar.is er fréttaveita um íslenska raftónlist.

contact / help

Contact Raftonar

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like Raftonar, you may also like: